I challenge you, all tea drinkers, to get you some white tea with hint of peach flavour. The tea I tasted in June from the Icelandic Tea company I've told you about, is so called Pai Mu Tan tea from Fujian province in China. White tea with peach flavour, made from specially selected leaves of the tea plant. Tea and peaches is a great match, as it's light and summery, mild taste and you can choose the strength of the taste you like without the tea getting bitter. Truly a soothing drink for summer evenings.
–Sjá meira um hvítt te og ágæti þess með því að ýta á lesa nánar hnappinn–
Hvítt te fæst með því að týna laufblöðin rétt áður en þau opna sig og sólþurrka í 2-3 daga. Framleiðsluferillinn er stuttur og einfaldur og því varðveitast upprunaefni plöntunnar vel. Þess vegna er hvítt te af mörgum talið einstaklega heilsusamlegt. Vegna þess að laufblöðin eru bara týnd á tilteknum tíma í þroskaferlinu er framleiðslan lítil – gott hvítt te er því dýrt. Undanfarin ár hefur hvítt te orðið að hálfgerðum tískudrykk á Vesturlöndum. Síðustu ár hafa komið fram vísbendingar um að hvítt te kunni að vera enn hollara en það græna enda er það minna unnið.
Tedrykkja hefur verið hluti af kínverskri menningu í þúsundir ára, samþætt hugmyndum um náttúrulegt jafnvægi - yang og yin. Þetta jafnvægi kemur við sögu í hlýju og kulda, sigrum og ósigrum, risi og falli, veikindum og heilbrigði og öðrum andstæðum í náttúrunni og lífi manneskjunnar. Hugmyndir um yang og yin eiga sér rætur í virðingu og skilningi á jafnvægi náttúrunnar. Mataræði er veigamikill hluti af hugmyndum Kínverja um jafnvægi og tedrykkja ekki síst. Ef tedrykkja hjálpar okkur að viðhalda jafnvægi og ró í erli dagsins þá þarf ekki að leita frekari sannana fyrir gagnsemi hennar.
No comments:
Post a Comment